8. janúar 2025 kl. 15:03
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Biður hæsta­rétt um að gera hlé á saka­máli sínu

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur beðið hæstarétt Bandaríkjanna að gera hlé á sakamáli sínu í New York.

Trump var sakfelldur fyrir margvísleg efnahagsbrot í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir meint samband þeirra. Dómari ætlar að kveða upp dóm yfir Trump á föstudag. Samkvæmt dómskjölum sem voru gerð opinber í dag vill Trump að hæstiréttur skerist í leikinn og stöðvi málið.

President-elect Donald Trump speaks during a news conference at Mar-a-Lago, Tuesday, Jan. 7, 2025, in Palm Beach, Fla. (AP Photo/Evan Vucci)
Donald Trump tekur á ný við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar.AP / Evan Vucci

Trump hefur staðið í fjölmörgum dómsmálum eftir að hann lét af embætti forseta árið 2020 en flestum þeirra hefur verið vísað frá í samræmi við úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna um friðhelgi forseta.