Búist er við því að Justin Trudeau víki úr embætti forsætisráðherra Kanada vegna ósættis innan flokks hans. Kanadísku miðlarnir The Globe og Mail segjast eiga von á að hann tilkynni um afsögn sína í vikunni og vísa í ónafngreinda heimildarmenn.
Þar segir að tilkynningarinnar sé að vænta fyrir flokksfund Frjálslynda flokks hans á miðvikudag og að hún gæti jafnvel komið í dag.
Trudeau hefur leitt flokkinn frá 2013 og varð forsætisráðherra Kanada árið 2015. Hann leiddi Frjálslynda einnig til sigurs í þingkosningum árið 2019 og 2021.
Íhaldsflokkur Pierre Poilievre hefur þó mælst með töluvert meira fylgi en Frjálslyndir í nýlegum skoðanakönnunum.
Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015.EPA-EFE / SEBASTIAO MOREIRA