6. janúar 2025 kl. 3:58
Erlendar fréttir
Kanada

Eiga von á að Trudeau tilkynni um afsögn sína

Búist er við því að Justin Trudeau víki úr embætti forsætisráðherra Kanada vegna ósættis innan flokks hans. Kanadísku miðlarnir The Globe og Mail segjast eiga von á að hann tilkynni um afsögn sína í vikunni og vísa í ónafngreinda heimildarmenn.

Þar segir að tilkynningarinnar sé að vænta fyrir flokksfund Frjálslynda flokks hans á miðvikudag og að hún gæti jafnvel komið í dag.

Trudeau hefur leitt flokkinn frá 2013 og varð forsætisráðherra Kanada árið 2015. Hann leiddi Frjálslynda einnig til sigurs í þingkosningum árið 2019 og 2021.

Íhaldsflokkur Pierre Poilievre hefur þó mælst með töluvert meira fylgi en Frjálslyndir í nýlegum skoðanakönnunum.

epa11729431 Canadian Prime Minister Justin Trudeau attends the second day of the G20 Summit of Heads of State, in Rio de Janeiro, Brazil, 19 November 2024. The G20 Summit brings together leaders from 55 nations and organizations on 18 and 19 November at the Museum of Modern Art in Rio de Janeiro.  EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA
Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015.EPA-EFE / SEBASTIAO MOREIRA