30. desember 2024 kl. 3:58
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Rann­sak­end­ur vilja láta hand­taka af­sett­an for­seta

FILE - In this photo released by South Korean President Office via Yonhap, South Korean President Yoon Suk Yeol speaks at the presidential residence in Seoul, South Korea, on Dec. 14, 2024. (South Korean Presidential Office/Yonhap via AP, File)
Yoon Suk Yeol hefur ekki sinnt boðun þeirra sem rannsaka mál hans.AP/South Korean President Office via Yonhap / Uncredited

Yoon Suk Yeol, afsettur forseti Suður-Kóreu, hefur ekki sinnt kalli rannsakenda um að mæta til yfirheyrslu og því hyggjast þeir fara fram á að dómari gefi út handtökuskipun gegn honum. Hann hefur þrisvar hunsað boðun, seinast í gær og þá rann lokafrestur hans út.

Þingið samþykkti að kæra skyldi Yoon til embættismissis fyrir skammvinna tilraun hans til að koma á herlögum snemma í desember. Stjórnlagadómstóll ákveður hvort af ákæru verður en hans bíður einnig sakamálaákæra fyrir uppreisnartilraun. Slíkt athæfi getur leitt af sér ævilangt fangelsi eða jafnvel dauðadóm.