Yoon Suk Yeol hefur ekki sinnt boðun þeirra sem rannsaka mál hans.AP/South Korean President Office via Yonhap / Uncredited
Yoon Suk Yeol, afsettur forseti Suður-Kóreu, hefur ekki sinnt kalli rannsakenda um að mæta til yfirheyrslu og því hyggjast þeir fara fram á að dómari gefi út handtökuskipun gegn honum. Hann hefur þrisvar hunsað boðun, seinast í gær og þá rann lokafrestur hans út.
Þingið samþykkti að kæra skyldi Yoon til embættismissis fyrir skammvinna tilraun hans til að koma á herlögum snemma í desember. Stjórnlagadómstóll ákveður hvort af ákæru verður en hans bíður einnig sakamálaákæra fyrir uppreisnartilraun. Slíkt athæfi getur leitt af sér ævilangt fangelsi eða jafnvel dauðadóm.