Handtaka í Amsterdam þegar leikurinn fór fram 8. nóvember.EPA-EFE / JEROEN JUMELET
Fimm manns voru dæmdir í Hollandi fyrir ofbeldi gegn ísraelskum stuðningsmönnum fótboltaliðsins Maccabi Tel Aviv í Amsterdam 8. nóvember síðastliðins. Þeir voru þar til að fylgja liði sínu í Evrópudeildarleik gegn Ajax.
Margir stuðningsmannanna voru eltir uppi og barðir og þurftu fimm að leita á sjúkrahús. Ofbeldið er rakið til stríðsreksturs Ísraelsmanna á Gaza.
Sá sem fékk þyngsta dóminn hlaut sex mánaða fangelsi, einn fékk tveggja og hálfs mánaðar fangelsi og tveir mánaðar fangelsi. Fleiri dómar eiga eftir að falla vegna málsins en alls eru 45 manns til rannsóknar.