24. desember 2024 kl. 10:28
Erlendar fréttir
Rússland

Tveggja saknað eftir að rúss­neskt flutn­inga­skip sökk

Rússneska skipið Ursa Major.
Rússneska skipið Ursa Major.VesselFinder / Vefur

Rússneskt flutningaskip, Ursa Major, sökk á alþjóðlegu hafsvæði á Miðjarðarhafi í morgun. 16 voru í áhöfn skipsins og tókst að bjarga 14 þeirra. Tveggja er enn saknað. Þeir sem björguðust voru fluttir til Spánar.

Að sögn rússneska utanríkisráðuneytisins varð sprenging í vélarrúmi skipsins. Verið var að flytja hafnarkrana og hlífar fyrir ísbrjóta. Samkvæmt Marine Traffic var skipið á leið frá Sankti Pétursborg til Vladivostok. Fyrirtækið Oboronlogistika á skipið en það er í eigu rússneska varnarmálaráðuneytisins.