26. nóvember 2024 kl. 5:11
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Biden verður viðstaddur embættistöku Trumps

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst vera viðstaddur embættistöku Donalds Trump þegar hann sver embættiseið í janúar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Biden hét því fyrir kosningar að hann yrði viðstaddur sama hver bæri sigur úr býtum.

President Joe Biden speaks after pardoning the national Thanksgiving turkey, Peach, during a pardoning ceremony on the South Lawn of the White House in Washington, Monday, Nov. 25, 2024. (AP Photo/Susan Walsh)
AP / Susan Walsh

Talsmaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að Biden vildi með þessu sýna fram á skuldbindingu sína við lýðræðisleg gildi og að hann bæri virðingu fyrir vilja bandarísku þjóðarinnar.

Trump var ekki viðstaddur embættistöku Bidens í janúar 2021 og var það í fyrsta sinn í yfir 150 ár sem fráfarandi forseti mætti ekki til embættistöku eftirmanns síns.