Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst vera viðstaddur embættistöku Donalds Trump þegar hann sver embættiseið í janúar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Biden hét því fyrir kosningar að hann yrði viðstaddur sama hver bæri sigur úr býtum.
AP / Susan Walsh
Talsmaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að Biden vildi með þessu sýna fram á skuldbindingu sína við lýðræðisleg gildi og að hann bæri virðingu fyrir vilja bandarísku þjóðarinnar.
Trump var ekki viðstaddur embættistöku Bidens í janúar 2021 og var það í fyrsta sinn í yfir 150 ár sem fráfarandi forseti mætti ekki til embættistöku eftirmanns síns.