Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt Scott Bessent sem fjármálaráðherraefni í komandi ríkisstjórn. Bessent er stofnandi fjárfestingarfyrirtækisins Key Square Capital Management og hefur verið fjármálaráðgjafi Trump síðastliðið ár.
Trump boðaði miklar skattalækkanir og hækkun tolla í kosningabaráttu sinni. Bessent hefur einnig sagst styðja hækkun tolla og meðal annars kallað eftir lækkun ríkisstyrkja og aukinni orkuframleiðslu innan Bandaríkjanna.