23. nóvember 2024 kl. 5:16
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump út­nefndi fjár­mála­ráð­herra­efni

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt Scott Bessent sem fjármálaráðherraefni í komandi ríkisstjórn. Bessent er stofnandi fjárfestingarfyrirtækisins Key Square Capital Management og hefur verið fjármálaráðgjafi Trump síðastliðið ár.

Trump boðaði miklar skattalækkanir og hækkun tolla í kosningabaráttu sinni. Bessent hefur einnig sagst styðja hækkun tolla og meðal annars kallað eftir lækkun ríkisstyrkja og aukinni orkuframleiðslu innan Bandaríkjanna.

FILE - Investor Scott Bessent speaks on the economy in Asheville, N.C., Aug. 14, 2024. (AP Photo/Matt Kelley, File)
AP/FR171845 AP / Matt Kelley

Aðrir eru að lesa