Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag, ICC, gaf í morgun út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, fyrrum varnarmálaráðherra, vegna stríðsglæpa. Einnig gaf dómurinn út handtökuskipun á hendur yfirmanni hernaðararms Hamas, Mohammed Deif. Ísraelsher hefur lýst yfir að Deif hafi verið felldur í árás á Gaza í júlí.
Fram kemur í tilkynningu dómstólsins að Netanyahu og Gallant séu sakaðir um glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi frá 8. október í fyrra þar til í maí í ár, hið minnsta.