16. nóvember 2024 kl. 22:20
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Ol­íu­for­kólf­ur í orku­mála­ráðu­neyti Trumps

Donald Trump tilnefnir Chris Wright, forstjóra olíuþjónustufyrirtækis, sem orkumálaráðherra. Í tilkynningu sinni segir Trump að Wright verði lykilleiðtogi sem drífi áfram nýsköpun, takmarki hindranir og verði boðberi gullaldar bandarískrar velmegunar og heimsfriðar.

Wright er formaður Liberty Energy, sem sér um að þjónusta olíuborsvæði. Trump hefur talað mikið fyrir því að Bandaríkin verði að vera sjálfbærari hvað varðar olíuframleiðslu og vill fjölga borsvæðum í landinu.

President-elect Donald Trump speaks at a meeting of the House GOP conference, Wednesday, Nov. 13, 2024, in Washington. (AP Photo/Alex Brandon)
Donald Trump.AP / Alex Brandon