Börnum undir 16 ára verði bannað að nota samfélagsmiðla
Forsætisráðherra Ástralíu kynnti í gær áform um ný lög sem myndu banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá samfélagsmiðlafyrirtækjum en ekki hjá börnum eða foreldrum þeirra.
Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynnti áform um bannið í gær.
AP/AAP Image – Dean Lewins