Danski þjóðernissinninn Rasmus Paludan hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir ofsóknir í garð múslima.
Paludan, sem er jafnframt með sænskt ríkisfang, vakti athygli fyrst fyrir nokkrum árum fyrir að standa fyrir kóranbrennum beggja vegna Eyrarsundsins. Hann hefur síðan staðið fyrir ýmsum uppákomum, sem beinast gegn múslimum og íslamstrú.
Hann stofnaði stjórnmálaflokkinn Stram Kurs (Hörð stefna) sem bauð fram í þingkosningum í Danmörku árið 2019 og hlaut 1,8% atkvæða. Meðal stefnumála flokksins voru að banna íslamstrú í landinu og vísa öllum múslimum úr landi.
Rasmus Paludan brennir Kóraninn 21. janúar 2023EPA / Fredrik Sandberg