Sambandslaust á síðasta sjúkrahúsi Gaza
Umsátur Ísraelshers um sjúkrahúsið Kamal Adwan á norðanverðri Gaza-ströndinni hefur nú staðið í 22 daga. Palestínska heilbrigðisráðuneytið tilkynnti í dag að herinn hefði handtekið alla karlkyns heilbrigðisstarfsmenn sjúkrahússins.
Samband við sjúkrahúsið rofnaði í gærmorgun. Þar eru hundruð manns innlyksa.