24. september 2024 kl. 5:45
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Samn­inga­menn sam­þykkja ekki boð Boeing um 30% launa­hækk­un

Dreifingarstöð Boeing í Flórída.
Verkfall starfsfólks í verksmiðjum í Seattle hefur staðið meira en 10 daga.EPA / CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH

Samningamenn stéttarfélags starfsfólks bandarísku Boeing-verksmiðjanna í Seattle sem eru í verkfalli, segja víðs fjarri að tilboð um 30 prósenta launahækkun verði samþykkt. Boeing sagðist ekki geta gengið lengra, en stéttarfélagið krefst 40 prósenta hækkunar.

Samningamenn saka fyrirtækið um að vilja reka fleyg milli starfsfólksins. Þeir segja að tilboðið verði ekki einu sinni borið undir þau sem eru í verkfalli, enda gefist ekki tími til að kynna það og kjósa fyrir föstudag líkt og Boeing fór fram á.