22. september 2024 kl. 22:10
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Zel­en­sky fundar með Biden, Harris og Trump

Volodymyr Zelenesky Úkraínuforseti er kominn til Bandaríkjanna til að ræða við Joe Biden Bandaríkjaforseta um áætlun sína til þess að binda enda á stríðið í Úkraínu. Zelensky ætlar að funda með Biden og Kamölu Harris varaforseta. Hann hittir einnig Donald Trump fyrrverandi forseta á öðrum fundi.

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu talar á fundi stuðningsmanna Úkraínu í bandarískri herstöð í Ramstein í Þýskalandi.
EPA-EFE / RONALD WITTEK

Zelensky sagði á samfélagsmiðlum að Bandaríkjaforseti yrði sá fyrsti til að sjá áætlunina í heild. Sérfræðingar segja Zelensky ætla að reyna að sannfæra Biden um að leyfa Úkraínumönnum að nota langdræg vopn til að gera árásir á skotmörk innan Rússlands, sem hann segi að eigi eftir að breyta gangi stríðsisns.