22. september 2024 kl. 17:39
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump ætlar ekki að bjóða sig fram í fjórða sinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Repúblikana, segist ekki gefa kost á sér til forseta eftir fjögur ár ef hann bíður lægri hlut í kosningunum í nóvember. Trump er í framboði í þriðja sinn eftir að hafa unnið kosningarnar 2016 en tapað fyrir Joe Biden þegar hann sóttist eftir endurkjöri fjórum árum síðar.

Trump var spurður út í það í viðtali í dag hvort hann myndi gefa kost á sér aftur 2028 ef hann tapar kosningunum í hár. Forsetinn fyrrverandi sagðist alls ekki sjá fyrir sér að reyna aftur í fjórða sinn. Trump kvaðst þó vongóður um að standa uppi sem sigurvegari í kosningunum 5. nóvember. Trump er 78 ára.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugull á svip fyrir framan hljóðnema.
EPA / Will Olivier