22. september 2024 kl. 1:15
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Starfs­mönn­um gert að yf­ir­gefa skrif­stof­ur Al Jaz­eera í Ram­all­ah

epa06128367 (FILE) - Employees of Al Jazeera satellite channel work at their Jerusalem bureau, Israel, 14 June 2017. Al Jazeera on 06 August 2017 said Israel's communication minister Ayoub Kara at a press conference said he had made a request to
Starfsfólk á skrifstofu Al-Jazeera í Jerúsalem.EPA

Ísraelskir hermenn réðust inn á skrifstofur fréttastöðvarinnar Al Jazeera í Ramallah á Vesturbakkanum. Starfsfólki var gert að koma sér á brott og skilja öll gögn og tækjabúnað eftir. Stöðin greinir sjálf frá þessu og segir Ísraelsstjórn krefjast 45 daga lokunar skrifstofunnar.

Þúsundir Ísraela flykktust út á götur Tel Aviv í gærkvöld og kröfðust þess að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús semji um vopnahlé við Hamas og frelsun gísla í haldi þeirra. Slík fjöldamótmæli hafa verið haldin í hverri viku nánast frá því Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október í fyrra, myrtu mörg hundruð og námu 250 manns á brott.