Líbanskir hermenn og lögreglumenn við sjúkrahús í Beirút.EPA-EFE / WAEL HAMZEH
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hvetur bandaríska ríkisborgara til að yfirgefa Líbanon meðan hægt er að komast þaðan með almennu farþegaflugi. Ástæðan er stigvaxandi átök milli Hezbollah-hreyfingarinnar og Ísraels.
Í leiðbeiningum ráðuneytisins segir að í ljósi þeirra sprengjuárása sem gerðar voru um gervallt landið í vikubyrjun og þess að erfitt sé að spá fyrir um þróun mála sé Bandaríkjamönnum ráðlagt að koma sér brott.