Áströlsk stjórnvöld hyggjast lögfesta að börnum og unglingum verði ekki heimilt að nota samfélagsmiðla.
Forsætisráðherrann vill að börn hendi frá sér snjalltækjunum og fari út að leika sér.AAP / EPA-EFE
Aldursmarkið hefur ekki verið ákveðið, en líklegt þykir að það verði fjórtán til sextán ár. Forsætisráðherrann Anthony Albanese segir hugbúnað til aldursstaðfestingar í þróun og að alríkislög þessa efnis verði tilbúin fyrir árslok.
Hann vill miða við sextán ár, lýsir áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni sem algerri plágu og vill að börn og ungmenni fari út að leika sér. „Ég vil sjá börnin okkar leggja frá sér tækin og þyrpast út á fótboltavelli, í sundlaugar og tennisvelli,“ sagði Albanese í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina.