10. september 2024 kl. 2:00
Erlendar fréttir
Ástralía

For­sæt­is­ráð­herra vill banna sam­fé­lags­miðla innan sextán

Áströlsk stjórnvöld hyggjast lögfesta að börnum og unglingum verði ekki heimilt að nota samfélagsmiðla.

epaselect epa09964919 Incoming prime minister Anthony Albanese (L) leaves his house with his partner Jodie Haydon (R) and his dog Toto in Marrickville,  Sydney, Australia, 22 May 2022. Anthony Albanese will become Australia's 31st prime minister and just the fourth person to lead Labor to government from opposition since World War II.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Forsætisráðherrann vill að börn hendi frá sér snjalltækjunum og fari út að leika sér.AAP / EPA-EFE

Aldursmarkið hefur ekki verið ákveðið, en líklegt þykir að það verði fjórtán til sextán ár. Forsætisráðherrann Anthony Albanese segir hugbúnað til aldursstaðfestingar í þróun og að alríkislög þessa efnis verði tilbúin fyrir árslok.

Hann vill miða við sextán ár, lýsir áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni sem algerri plágu og vill að börn og ungmenni fari út að leika sér. „Ég vil sjá börnin okkar leggja frá sér tækin og þyrpast út á fótboltavelli, í sundlaugar og tennisvelli,“ sagði Albanese í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina.

Aðrir eru að lesa