5. september 2024 kl. 9:44
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Pútín styður Harris í for­seta­kosn­ing­un­um

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist styðja Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í nóvember. Þetta sagði Pútín á blaðamannafundi á ráðstefnu í Vladivostok.

Vladimír Pútín í heimsókn til Síberíu.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.EPA / SOFIA SANDURSKAYA / SPUTNIK / KREMLIN POOL

Ummælin voru sett fram í stríðni og óhætt að segja að þau hafi verið kaldhæðin. Hann sagði Joe Biden Bandaríkjaforseta hafa mælt með því við kjósendur að styðja Harris. „Því gerum við það líka,“ sagði Pútín og bætti við að hún hefði smitandi hlátur sem sýndi að allt væri í góðu lagi hjá henni.

Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var ekki ljóst að stuðningsyfirlýsingin hefði verið kaldhæðni en úr því hefur verið bætt.