Á fimmta tug létust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Poltava í dag. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir minnst 41 látinn og 180 til viðbótar særða. Hann segir Rússa hafa skotið tveimur flugskeytum sem hæfðu annars vegar þjálfunarstöð fyrir hermenn og hins vegar sjúkrahús í nágrenninu. Samkvæmt borgaryfirvöldum í Poltava eru tugir fastir undir rústum.
Zelensky segir Rússa verða dregna til ábyrgðar fyrir árásina og ítrekaði óskir um leyfi frá vestrænum ríkjum til þess að nota langdrægar flaugar til að berjast gegn Rússum innan þeirra landamæra.