12. ágúst 2024 kl. 1:25
Erlendar fréttir
Grikkland

Skógareldar geisa nærri Aþenu

A firefighter tries to extinguish a forest fire at Keratea area, southeast of Athens, Greece, Sunday, June 30, 2024. Authorities on Monday, July 29, ordered multiple evacuations due to a wildfire on the island of Evia in southern Greece, with conditions worsening after nightfall when firefighting planes and helicopters were unable to operate.
Slökkviliðsmaður glímir við skógareld nærri Aþenu undir lok júní.AP / ASSOCIATED PRESS

Miklir skógareldar geisa nú norðan við grísku höfuðborgina Aþenu og 30 þúsund íbúar borgarinnar Maraþon hafa verið fluttir brott.

Íbúar þorpsins Varnavas yfirgáfu heimili sín í gærmorgun. Slökkvilið glímir af kappi við eldana sem hefur reynst þrautin þyngri vegna þess hve hvasst er í veðri. Reuters segir eldtungurnar hafa náð allt að tuttugu og fimm metra hæð. Hundruð gróðurelda hafa geisað á Grikklandi og fleiri ríkjum Evrópu það sem af er þessu ári.