Slökkviliðsmaður glímir við skógareld nærri Aþenu undir lok júní.AP / ASSOCIATED PRESS
Miklir skógareldar geisa nú norðan við grísku höfuðborgina Aþenu og 30 þúsund íbúar borgarinnar Maraþon hafa verið fluttir brott.
Íbúar þorpsins Varnavas yfirgáfu heimili sín í gærmorgun. Slökkvilið glímir af kappi við eldana sem hefur reynst þrautin þyngri vegna þess hve hvasst er í veðri. Reuters segir eldtungurnar hafa náð allt að tuttugu og fimm metra hæð. Hundruð gróðurelda hafa geisað á Grikklandi og fleiri ríkjum Evrópu það sem af er þessu ári.