21. mars 2024 kl. 0:30
Erlendar fréttir
Bretland

Assange gæti mögulega komist hjá að verða framseldur

Svo kann að fara að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, geti komist hjá því að verða framseldur til Bandaríkjanna.

epa05974906 Julian Assange speaks to the media from the balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 19 May 2017. Swedish prosecutors have dropped their rape case against WikiLeaks founder Julian Assange, according to news reports.  EPA/ANDY RAIN
EPA

Þar gæti beðið hans þungur dómur fyrir njósnir en heimildarmenn The Wall Street Journal innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins segja til athugunar að fá Assange til að játa á sig síður alvarlega glæpi. Þannig yrði hann látinn laus úr bresku fangelsi og ekki framseldur til Bandaríkjanna.

Wikileaks birti trúnaðargögn frá Bandaríkjaher um stríðsrekstur hans í Írak og Afganistan. Meðal þeirra var myndband sem sýndi hermenn drepa almenna borgara í Bagdad. Assange hefur setið bak við lás og slá í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum frá því hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í borginni fyrir tæpum fimm árum.