16. janúar 2024 kl. 23:08
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Lyf send til gísla og neyðarbirgðir til almennra borgara á Gaza

Samkomulag náðist um að flytja lyf til gísla á Gaza auk neyðarbirgða til almennra borgara. Stjórnvöld í Katar greindu frá þessu og segja samkomulagið hafa náðst með milligöngu þarlendra stjórnvalda og franskra.

Bandaríkjastjórn greindi frá því í kvöld að hún vonaðist til þess að nýir samningar náist um skipti á gíslum og palestínskum föngum úr ísraelskum fangelsum. 132 eru enn í haldi Hamas-liða eftir innrás þeirra í Ísrael 7. október. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir það skref í rétta átt að ein herdeild Ísraelsmanna hafi yfirgefið Gaza.