12. apríl 2025 kl. 3:23
Erlendar fréttir
Argentína

Sam­þykkti neyð­ar­lán­veit­ingu til Arg­ent­ínu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær tuttugu milljarða dala neyðarlánveitingu til Argentínu, sem hefur um árabil glímt við mikla verðbólgu. Hún hefur þó lækkað umtalsvert síðustu misseri í kjölfar hagræðingaraðgerða forsetans Javier Milei, sem hafa vakið hörð viðbrögð heima fyrir.

Lán Argentínu hjá sjóðnum nema þegar yfir 40 milljörðum dala.

Alþjóðabankinn tilkynnti einnig um tólf milljarða dala stuðning til Argentínu og Þróunarbanki Ameríkuríkja um allt að tíu milljarða dala stuðning.

Milei fagnaði þessu í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Hann sagði að efnahagur Argentínu yrði einn sá sterkasti næstu þrjá áratugi.

epa12021287 Argentine President Javier Milei holds a joint press conference with the Paraguayan president at the Lopez Palace in Asuncion, Paraguay, 09 April 2025. Milei arrived in Paraguay for his first official visit to the neighboring country since taking office in December 2023.  EPA-EFE/JUAN PABLO PINO
Javier Milei er forseti Argentínu.EPA-EFE / JUAN PABLO PINO