Deild innan ísraelska hersins, sem er alræmd fyrir grimmd og pyntingar, er sögð hafa verið viðstödd þegar ísraelskir hermenn drápu 15 bráðaliða nærri Rafah á Gaza í síðasta mánuði.
Mennirnir voru um borð í sjúkrabíl, slökkviliðsbíl og bíl frá Sameinuðu þjóðunum þegar hermenn skutu á bílalestina og grófu hina látnu í grunnri fjöldagröf.
Breska blaðið Guardian segir að deild 504 innan ísraelska hersins, sem herforinginn Yehuda Vach, leiðir, hafi verið viðstödd.
Hermenn úr deild Vachs hafa áður verið sakaðir um stríðsglæpi á Gaza, meðal annars dráp á almennum borgurum, ósæmilega meðferð á líkum og hvatningu til þjóðarmorðs.
Skjáskot úr myndbandi Rauða hálfmánans sem sýnir bílalestina sem Ísraelsher skaut á.AP/Palestinian Red Crescent Society / Uncredited