12. apríl 2025 kl. 12:55
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Alræmd herdeild sögð eiga þátt í drápi bráðaliða

Deild innan ísraelska hersins, sem er alræmd fyrir grimmd og pyntingar, er sögð hafa verið viðstödd þegar ísraelskir hermenn drápu 15 bráðaliða nærri Rafah á Gaza í síðasta mánuði.

Mennirnir voru um borð í sjúkrabíl, slökkviliðsbíl og bíl frá Sameinuðu þjóðunum þegar hermenn skutu á bílalestina og grófu hina látnu í grunnri fjöldagröf.

Breska blaðið Guardian segir að deild 504 innan ísraelska hersins, sem herforinginn Yehuda Vach, leiðir, hafi verið viðstödd.

Hermenn úr deild Vachs hafa áður verið sakaðir um stríðsglæpi á Gaza, meðal annars dráp á almennum borgurum, ósæmilega meðferð á líkum og hvatningu til þjóðarmorðs.

This frame grab from a video released by the Palestinian Red Crescent Society, taken with a phone by one of the 15 Palestinians medics killed, shows Red Crescent emergency vehicles, their lights and sirens flashing and their logos clearly visible, seconds before they came under a barrage of gunfire from Israeli army soldiers in Tel al-Sultan, a district of the southern Gaza Strip town of Rafah, early Sunday, March 23, 2025. (Palestinian Red Crescent Society via AP)
Skjáskot úr myndbandi Rauða hálfmánans sem sýnir bílalestina sem Ísraelsher skaut á.AP/Palestinian Red Crescent Society / Uncredited