Mannskætt þyrluslys í New York

Þyrlan sem hrapaði í Hudson-fljótið í New York í kvöld var á hvolfi þegar hún skall í ána, samkvæmt myndskeiði sem hefur verið birt af slysinu.

Hallgrímur Indriðason

,

Borgarstjóri New York staðfesti í kvöld að sex hefðu farist þegar þyrla hrapaði í Hudson-fljót. Spænsk fjölskylda, hjón og þrjú börn, auk flugmanns, voru í þyrlunni.

Í myndskeiði af slysinu sést að þyrlan var á hvolfi og virðist alveg vélarvana þegar hún hrapaði í fljótið. Bruce Wall, sem tók þetta myndskeið, segir að partar úr þyrlunni hafi fallið af meðan hún var enn í loftinu.

Þyrlan var af gerðinni Bell 206. Slysið er til rannsóknar.

Myndskeið: Bruce Wall.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV