9. apríl 2025 kl. 13:55
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

ESB-ríki samþykkja mótaðgerðir vegna tollahækkana Bandaríkjastjórnar

Blaktandi fánar Evrópusambandsins við Berlaymont bygginguna í Brussel, höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.
ESB

Tollar Evrópusambandsins á fjölda vörutegunda frá Bandaríkjunum verða hækkaðir um miðjan næsta mánuð, eftir að nægilegur fjöldi aðildarríkjanna samþykkti tillögur framkvæmdastjórnar ESB um aðgerðir nú síðdegis. Aðgerðirnar eru svar við tollahækkunum Trump-stjórnarinnar á innflutning á áli og stáli sem kynntar voru í síðasta mánuði. Þær ná til vöruflokka á borð við soyabaunir, mótorhjól og snyrtivörur. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni í dag var tekið fram að þessar aðgerðir væru afturkræfar, næðist samkomulag í deilunni.