8. apríl 2025 kl. 10:32
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Öryggisráð og ÖSE funda um árásir á Kryvyi Rih

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu funda í dag um árásir Rússlandshers á borgina Kryvyi Rih í Úkraínu á föstudag. Kryvyi Rih er heimaborg Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu. Rússlandsher drap 20 manns, þar af níu börn, og særði 75.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha, segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að herinn hafi beint sprengjum að leikvöllum í íbúahverfum.

Utanríkisráðherrann kallar eftir kröftugum viðbrögðum á alþjóðavísu við grimmdarverkum Rússlands, bæði fordæmingu og aðgerðum.

A woman puts flowers on a memorial wall during the farewell ceremony for three schoolchildren from 41st school killed by a Russian Rocket strike in Kryvyi Rih, Ukraine, Monday, April 7, 2025. (AP Photo/Evgeniy Maloletka)
Kona leggur blóm á reit til minningar um þrjú börn sem Rússlandsher drap í árásunum á Kyivyi Rih 4. apríl.AP / Evgeniy Maloletka