7. apríl 2025 kl. 9:17
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Átján hafa farist í flóðum í Bandaríkjunum

Átján manns hafa farist í miklum flóðum í suður- og miðvesturhluta Bandaríkjanna síðan á miðvikudag. Þar hefur verið úrhellisrigning og hvassviðri og yfirvöld í nokkrum borgum í Kentucky og Tennessee hafa fyrirskipað brottflutning íbúa.

Meðal þeirra sem hafa farist er níu ára drengur í Kentucky sem drukknaði þegar hann var á göngu á leið í skólabílinn. Þá fórst fimm ára drengur í Arkansas þegar tré féll á heimili hans.

Tvö hundruð manna bær í Tennessee, Rives, er nær allur á floti eftir að áin Obion flæddi yfir bakka sína.

Bílar og vinnuvélar á floti í borginni Frankfort í Kentucky í Bandaríkjunum. Í bakgrunni má sjá manneskju sig gúmmíbáti.
Bílar og vinnuvélar á floti í borginni Frankfort í Kentucky í Bandaríkjunum.AP / Jon Cherry