6. apríl 2025 kl. 18:30
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Átta ára stúlka dó úr mislingum í Texas

Átta ára stúlka er annað barnið sem deyr í mislingafaraldri í Vestur-Texas í Bandaríkjunum. Nærri 500 mislingatilfelli hafa verið staðfest í Texas frá því að faraldurinn hófst í ársbyrjun, 54 í Nýju-Mexíkó og tíu í Oklahoma.

epa11933532 Nine-year-old Jexer Brayan receives a MMR vaccine, which protects against contracting the disease measles, at City of Lubbock Health Department in Lubbock, Texas, USA, 01 March 2025. This is Brayan’s first dose.  EPA-EFE/ANNIE RICE
Barn bólusett í Lubbock í Texas.EPA-EFE / ANNIE RICE

Ef útbreiðslan heldur áfram á þessum hraða gætu Bandaríkin dottið út af lista yfir lönd þar sem mislingafaraldur hefur verið stöðvaður.

Viðbrögð Roberts F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra hafa verið gagnrýnd. Læknar í Texas segja að áhersla hans á aðrar lækningaaðferðir hafi valdið því að fólk leitar oft seint til læknis eða innbyrðir hættulegt magn A-vítamíns.