Mynd sem var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs norska dagblaðsins Aftenposten árið 2015 prýðir nýjasta plötuumslag bandaríska tónlistarmannsins Kanye West, WW3. Myndin er tekin af Peter van Agtmael og var notuð í forsíðuumfjöllun blaðsins um Ku Klux Klan-hreyfinguna í Tennessee í Bandaríkjunum.
Greinarhöfundurinn Vegard Tenold Aase segir þetta það ruglaðasta sem hann hafi orðið vitni að. „Og nei, Ye bað ekki um leyfi til að nota myndina. Alveg ruglað!“ skrifar Aase á Instagram.
Lögmaður Aftenposten segir líklegt að dagblaðið krefjist margra milljóna fyrir notkun myndarinnar.