6. apríl 2025 kl. 11:29
Erlendar fréttir
Noregur

Aftenposten gæti mokgrætt á Kanye West

Mynd sem var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs norska dagblaðsins Aftenposten árið 2015 prýðir nýjasta plötuumslag bandaríska tónlistarmannsins Kanye West, WW3. Myndin er tekin af Peter van Agtmael og var notuð í forsíðuumfjöllun blaðsins um Ku Klux Klan-hreyfinguna í Tennessee í Bandaríkjunum.

Greinarhöfundurinn Vegard Tenold Aase segir þetta það ruglaðasta sem hann hafi orðið vitni að. „Og nei, Ye bað ekki um leyfi til að nota myndina. Alveg ruglað!“ skrifar Aase á Instagram.

Lögmaður Aftenposten segir líklegt að dagblaðið krefjist margra milljóna fyrir notkun myndarinnar.

Mynd tekin af X-síðu Kanye West. Myndin er alveg eins og mynd sem notuð var sem forsíuðmynd aukablaðs Aftenposten árið 2015.
Twitter / Peter van Agtmael