5. apríl 2025 kl. 17:08
Erlendar fréttir
Rússland

Taflborðs-morðinginn játar 11 morð til viðbótar

Rússneski raðmorðinginn Alexander Pitsjúskin segist reiðubúinn að játa á sig 11 morð til viðbótar við þau 48 sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2007.

epa01159992 Alexander Pichushkin, also known as 'chessbord murderer', sits behind the glass of a security cage which reflects a crowd of journalists during the announcement of the verdict in Moscow City Court 29 October 2007. The Moscow City Court has sentenced Alexander Pichushkin to life in jail. The jury found Pichushkin guilty of killing 48 people and said he did not deserve leniency.  EPA/YURI KOCHETKOV
Pitsjúskin við réttarhöldin 2007.EPA / Yuri Kochetkov

Fórnarlömb Pitsjúskins voru flest heimilislaus, áfengissjúklingar og eldri borgarar í kringum Bitsevsky-garð í sunnanverðri Moskvu. Morðin framdi hann frá árinu 1992 til ársins 2006. Pitsjúskin hlaut viðurnefnið taflborðs-morðinginn, því hann vonaðist til þess að fylla alla 64 reiti taflborðs með smámynt fyrir hvert fórnarlamba sinna.

Hann kvaðst sjálfur hafa orðið 63 að bana þegar réttað var yfir honum, en saksóknarar ákærðu hann fyrir 48 morð og þrjár morðtilraunir.