4. apríl 2025 kl. 19:52
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump fram­leng­ir frest til að selja TikTok í annað sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í kvöld ætla að framlengja frest til sölu á samfélagsmiðlinum TikTok um 75 daga. Fyrri frestur átti að renna út á morgun og Trump sagði í vikunni að hann væri viss um að TikTok yrði selt fyrir helgi.

Bandaríkjaþing hefur samþykkt að banna miðilinn verði hann áfram í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. Fyrirtækið hefur hins vegar engan áhuga á því. Upphaflegur frestur var til 20. janúar.

Trump sagði í kvöld að ríkisstjórn hans hefði unnið hörðum höndum að samningi til að bjarga TikTok og töluvert hefði áunnist. Hins vegar væri þörf á frekari vinnu til að tryggja að öll tilskilin leyfi yrðu undirrituð.

President Donald Trump waves as he arrives on Air Force One at Miami International Airport, Thursday, April 3, 2025, in Miami. (AP Photo/Rebecca Blackwell)
Donald Trump sagðist ekki vilja að TikTok yrði lokað.AP / Rebecca Blackwell

Aðrir eru að lesa