Hvernig virka tollar eiginlega?

Oddur Þórðarson

,

Tollar eru skattur á innflutning frá einu landi til annars.

Tökum dæmi um ál sem flutt er frá Kanada til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn leggja á 20% toll og því kostar 20% meira flytja það inn. Í augum bandarískra neytenda verður bandarískt ál mun álitlegri kostur og eftirspurn eftir því eykst.

Gott fyrir Bandaríkin en slæmt fyrir Kanada.

En hver borgar brúsann?

Á endanum eru það bandarískir neytendur, kaupmáttur þeirra minnkar af því verð á innfluttum vörum er hærra. Innlend framleiðsla styrkist, en það getur haft slæm áhrif á söluna ef kaupmáttur neytenda er minni.

Bandarískur ríkissjóður græðir einnig, enda renna tollarnir beint í ríkissjóð. Ríkissjóður getur þannig bætt neytendum tjónið, en yfirleitt safnast ekki nóg til þess að gera það að fullu.