1. apríl 2025 kl. 16:48
Erlendar fréttir
Litáen

Fjórði hermaðurinn í Litáen fundinn

Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag.

epa11997320 Rescue operations at the General Silvestras Zukauskas training ground as the search for four missing US soldiers continues in Pabrade, Lithuania, 28 March 2025 (issued 29 March 2025). Four US soldiers were reported missing in a training area near the city of Pabrade on 25 March, the Lithuanian Armed Forces said in a statement.  EPA-EFE/Valdemar Doveiko POLAND OUT
EPA-EFE / Valdemar Doveiko