1. apríl 2025 kl. 9:00
Erlendar fréttir
Evrópusambandið

Evrópusambandið tilbúið með mótaðgerðir, segir Von der Leyen

epa12002384 European Commission President Ursula von der Leyen speaks during a debate on 'Conclusions of the European Council meeting of 20 March 2025' at the European Parliament in Strasbourg, France, 01 April 2025. The EU Parliament's session runs from 31 March to 03 April 2025.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Ursula von der Leyen á Evrópuþinginu í morgun (EPA)EPA-EFE / RONALD WITTEK

Evrópusambandið er tilbúið með mótaðgerðir, fari svo að Bandaríkjastjórn geri alvöru úr áformum sínum um tollahækkanir á morgun. Þetta kom fram í ávarpi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á Evrópuþinginu í morgun.

Von der Leyen ítrekaði að Evrópusambandið hefði ekki átt upptökin að þessari deilu og væri ekki áfjáð í að svara fyrir sig - en myndi gera það ef þörf krefði.