Ursula von der Leyen á Evrópuþinginu í morgun (EPA)EPA-EFE / RONALD WITTEK
Evrópusambandið er tilbúið með mótaðgerðir, fari svo að Bandaríkjastjórn geri alvöru úr áformum sínum um tollahækkanir á morgun. Þetta kom fram í ávarpi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á Evrópuþinginu í morgun.
Von der Leyen ítrekaði að Evrópusambandið hefði ekki átt upptökin að þessari deilu og væri ekki áfjáð í að svara fyrir sig - en myndi gera það ef þörf krefði.