1. apríl 2025 kl. 3:34
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Dómur vænt­an­leg­ur um fram­tíð af­setts for­seta

Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu sagðist í dag ætla að úrskurða í máli Yoon Suk Yeol, afsetts forseta landsins, á föstudag. Hann var kærður til embættismissis eftir að hafa reynt að lýsa yfir herlögum í landinu.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð innan samfélagsins og fólk skiptist í fylkingar. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin þar sem ýmist er kallað eftir því að Yoon verði sviptur embætti eða að kæran verði felld niður.

Þörf er á samþykki að minnsta kosti sex af átta dómurum til að Yoon verði sviptur embætti. Leiðtogi stjórnarflokksins sagðist eiga von á sterkum viðbrögðum innan samfélagsins sama hver niðurstaðan verði.

FILE - South Korea's impeached President Yoon Suk Yeol attends a hearing of his impeachment trial at the Constitutional Court in Seoul, South Korea, on Feb. 11, 2025. (AP Photo/Lee Jin-man, Pool, File)
Stjórnarskrárdómstóll ákveður hvort Yoon verði sviptur embætti.AP/Pool AP / Lee Jin-man