Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu sagðist í dag ætla að úrskurða í máli Yoon Suk Yeol, afsetts forseta landsins, á föstudag. Hann var kærður til embættismissis eftir að hafa reynt að lýsa yfir herlögum í landinu.
Málið hefur vakið hörð viðbrögð innan samfélagsins og fólk skiptist í fylkingar. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin þar sem ýmist er kallað eftir því að Yoon verði sviptur embætti eða að kæran verði felld niður.
Þörf er á samþykki að minnsta kosti sex af átta dómurum til að Yoon verði sviptur embætti. Leiðtogi stjórnarflokksins sagðist eiga von á sterkum viðbrögðum innan samfélagsins sama hver niðurstaðan verði.
Stjórnarskrárdómstóll ákveður hvort Yoon verði sviptur embætti.AP/Pool AP / Lee Jin-man