Áfrýjunardómstóll á Spáni sýknaði í dag Dani Alves af ákæru um nauðgun. Alves er fyrrverandi brasilískur landsliðsmaður í fótbolta. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í febrúar í fyrra fyrir að nauðga ungri konu á skemmtistað í Barcelona.
Fjórir dómarar við áfrýjunardómstólinn komust einróma að þeirri niðurstöðu að sakfelling Alves hefði ekki byggt á nægum sönnunargögnum. Dómararnir sögðu að eyður væru í málflutningi gegn honum, ósamræmi og ónákvæmni. Dómurinn yfir Alves var því felldur úr gildi.