Grænlendingar búnir að fá sig fullsadda af áhuga Bandaríkjastjórnar
Það er ljóst að ný ríkisstjórn á Grænlandi er mynduð til að bregðast við þeim áhuga sem Bandaríkjastjórn hefur sýnt Grænlandi, að mati Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings.
„Hún er mjög breið, þvert frá hægri yfir til vinstri sem er óvenjulegt,“ segir Vilborg um stjórnina sem samanstendur af fjórum flokkum af þeim fimm sem eiga sæti á grænlenska þinginu. „Grænlendingar ætla að standa saman og sjá til þess að það séu Grænlendingar sem ákveða framtíð Grænlands og enginn annar.“
Vilborg segir íbúa Grænlands hafa fengið sig fullsadda af miklum áhuga Bandaríkjastjórnar á landinu, og því álagi sem sá áhugi hefur valdið.