27. mars 2025 kl. 9:56
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

„Banda­lag hinna vilj­ugu“ á leið­toga­fundi í París

epa11991334 French President Emmanuel Macron (L) greets Icelandic Prime Minister Kristrun Frostadottir (R) upon her arrival for the 'Coalition of the Willing' summit on peace and security for Ukraine, with European and international leaders, at the Elysee Palace in Paris, France, 27 March 2025.  EPA-EFE/Teresa Suarez
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur á móti Kristrúnu Frostadóttur í forsetahöllinni í París í morgun.EPA-EFE / TERESA SUAREZ

Leiðtogar næstum þrjátíu ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sitja fund í París í dag, þar sem rætt verður um leiðir til að tryggja öryggi Úkraínu og stöðuna í friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir að undanförnu í Sádí-Arabíu. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu er á fundinum, en meðal annarra leiðtoga eru Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.