Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur á móti Kristrúnu Frostadóttur í forsetahöllinni í París í morgun.EPA-EFE / TERESA SUAREZ
Leiðtogar næstum þrjátíu ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sitja fund í París í dag, þar sem rætt verður um leiðir til að tryggja öryggi Úkraínu og stöðuna í friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir að undanförnu í Sádí-Arabíu. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu er á fundinum, en meðal annarra leiðtoga eru Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.