Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að takmarka heimsókn bandarískrar sendinefndar á Grænlandi við bandarísku herstöðina í Pituffik.
Upphaflega stóð til að sendinefndin myndi ferðast um Grænland, þar á meðal vera viðstödd hundasleðakeppni, án þess þó að funda með grænlenskum ráðamönnum. Bandaríkjamenn tilkynntu um breytta áætlun í gær.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði sagt að ekki væri hægt að horfa fram hjá ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland í samhengi við heimsóknina.
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur.EPA-EFE / Emil Nicolai Helms