26. mars 2025 kl. 10:15
Erlendar fréttir
Grænland

Ut­an­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur ánægð­ur með breytt plön Banda­ríkja­manna

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að takmarka heimsókn bandarískrar sendinefndar á Grænlandi við bandarísku herstöðina í Pituffik.

Upphaflega stóð til að sendinefndin myndi ferðast um Grænland, þar á meðal vera viðstödd hundasleðakeppni, án þess þó að funda með grænlenskum ráðamönnum. Bandaríkjamenn tilkynntu um breytta áætlun í gær.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði sagt að ekki væri hægt að horfa fram hjá ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland í samhengi við heimsóknina.

epa11963169 Danish Foreign Minister Lars Loekke Rasmussen speaks to the media after a meeting in the European Committee at Christiansborg in Copenhagen, Denmark, 14 Marcc 2025.  EPA-EFE/EMIL NICOLAI HELMS  DENMARK OUT
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur.EPA-EFE / Emil Nicolai Helms

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV