Þýska fyrirtækið Isar Aerospace stefnir á að skjóta upp Spectrum-geimferjunni á morgun en tilraunaflugi geimfarsins var frestað fyrr í vikunni.
Til stóð að geimskotið yrði á mánudag en veðurskilyrði voru óhagstæð.
Þetta verður fyrsta tilraunaflug geimferjunnar og jafnframt fyrsta geimskot af þessu tagi frá Evrópu utan Rússlands. Skotpallurinn er á eynni Andøya í norður-Noregi.
Áætlað er að tilraunaflugið verði á bilinu hálf tólf til hálf þrjú á morgun á íslenskum tíma, líkt og upphaflega stóð til á mánudag.
Spectrum-geimferjan aftan á flutningabifreið.Isar Aerospace / Wingmen Media
Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.