26. mars 2025 kl. 5:23
Erlendar fréttir
Taíland

Sh­inawatra varin van­trausti

Paetongtarn Shinawatra forsætisráðherra Taílands var varin vantrausti á taílenska þinginu í dag. Um tveir þriðju þingmanna hafnaði vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Stjórnarandstæðingar saka hana um vanhæfi og segja hana vera undir áhrifum föður síns, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands.

Shinawatra er yngsti forsætisráðherra landsins til þessa og þriðji forsætisráðherrann sem kemur úr Shinawatra-fjölskyldunni. Hún var skipuð í embættið í ágúst í fyrra eftir að forvera hennar var gert að víkja samkvæmt úrskurði stjórnarskrárdómstóls um brot gegn siðareglum. Shinawatra segir fjölskyldu hennar ekki hafa áhrif á embættisstörf hennar.

Thailand's Prime Minister Paetongtarn Shinawatra arrives at parliament before no-confidence vote against her in Bangkok, Thailand, Wednesday, March 26, 2025. (AP Photo/Sakchai Lalit)
Paetongtarn Shinawatra er yngsti forsætisráðherra Taílands til þessa.AP / Sakchai Lalit