26. mars 2025 kl. 18:42
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Ísraelsher ræðst „af fullum krafti“ á fleiri svæði á Gaza

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Ísraelsher munu „ráðast af fullum krafti“ á fleiri svæði á Gaza. Biðlaði Katz til íbúa að yfirgefa svæðið hið fyrsta til að leita öryggis.

„Hamas stefnir lífi ykkar í hættu,“ sagði Katz í færslu á miðlinum X og sagði samtökin vera valda þess að Gaza-búar misstu heimili sín og að Ísraelsher legði undir sig fleiri landsvæði.

Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því í dag að fleiri en 142 þúsund manns á Gaza væru á vergangi eftir að árásir Ísraelshers hófust á ný fyrir rúmri viku.

epa11712900 Israeli outgoing Foreign Minister and new Defense Minister Israel Katz speaks during the Ministerial change ceremony at the Ministry of Foreign Affairs in Jerusalem, 10 November 2024. The Israeli prime minister appointed Israel Katz to the post of Defense Minister and Gideon Saar as new Foreign Minister after firing Yoav Gallant on 05 November.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels.EPA-EFE / ABIR SULTAN