Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Ísraelsher munu „ráðast af fullum krafti“ á fleiri svæði á Gaza. Biðlaði Katz til íbúa að yfirgefa svæðið hið fyrsta til að leita öryggis.
„Hamas stefnir lífi ykkar í hættu,“ sagði Katz í færslu á miðlinum X og sagði samtökin vera valda þess að Gaza-búar misstu heimili sín og að Ísraelsher legði undir sig fleiri landsvæði.
Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því í dag að fleiri en 142 þúsund manns á Gaza væru á vergangi eftir að árásir Ísraelshers hófust á ný fyrir rúmri viku.
Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels.EPA-EFE / ABIR SULTAN