25. mars 2025 kl. 20:26
Erlendar fréttir
Grænland

Vance ætlar til Græn­lands í vik­unni

Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, ætlar til Grænlands á föstudag. Hann tilkynnti þetta í færslu á samfélagsmiðlum í kvöld.

Áður hafði verið tilkynnt um ferð eiginkonu hans þangað í vikunni ásamt bandarískri sendinefnd. Þau ætla meðal annars að heimsækja bandaríska herstöð og horfa á hundasleðakeppni. Vance segir í færslunni að hann vilji kanna „öryggi“ á Grænlandi. Það sé mikil spenna vegna ferðar eiginkonu hans til landsins og að hann vilji ekki missa af „fjörinu“, eins og hann orðar það, og ætli því að slást í hópinn.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur síðustu vikur ítrekað hótað því að taka yfir Grænland, jafnvel með hervaldi.

Vice President JD Vance speaks before swearing in Secretary of State Marco Rubio in the Vice Presidential Ceremonial Office in the Eisenhower Executive Office Building on the White House campus, Tuesday, Jan. 21, 2025, in Washington. (AP Photo/Evan Vucci)
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna.AP / Evan Vucci