Ekkert lát á árásum Ísraelshers á Gaza
Tveir leiðtogar Hamas og blaðamaður frá Al Jazeera voru meðal þeirra nærri 60 sem létu lífið í árásum Ísraelshers á Gaza í dag og í nótt. Herinn varpaði sprengjum á sjúkrahús og tjaldbúðir og réðst á bílalest Rauða krossins.
Fjölmenn mótmæli voru gegn Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Hann er gagnrýndur fyrir að hafa ekki samið um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas, auk þess sem brottrekstur hans á yfirmanni öryggismála í Ísrael er mótmælt. Hæstiréttur dæmdi brottreksturinn ólöglegan.