Mynd frá rússneska hernum.EPA-EFE / RUSSIAN DEFENCE MINISTRY PRESS SERVICE HANDOUT
Samningaviðræður sendinefnda Bandaríkjanna og Úkraínu um möguleikann á vopnahléi að hluta í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu eru hafnar í Sádi-Arabíu.
Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, greinir frá þessu á Facebook. Þar segir hann að meðal umræðuefna á fundinum verði tillögur til að verja innviði Úkraínu, meðal annars orkuinnviði.
Eftir símafund Donalds Trump forseta Bandaríkjanna og Vladimírs Pútín forseta Úkraínu í vikunni féllst sá síðarnefndi á að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Næstu nótt héldu Rússar áfram árásum á Úkraínu, meðal annars á sjúkrahús og olíustöð.