23. mars 2025 kl. 16:29
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Fundur Úkra­ínu og Banda­ríkj­anna um vopna­hlé hafinn í Sádi-Arabíu

epa11976245 An undated handout photo made available on 20 March 2025 by the Russian Defence Ministry press-service shows a Russian soldier covering his ears during the firing of a BM-21 Grad self-propelled multiple rocket launcher toward Ukrainian positions at an undisclosed location in Ukraine.  EPA-EFE/RUSSIAN DEFENCE MINISTRY PRESS SERVICE HANDOUT -- MANDATORY CREDIT -- BEST QUALITY AVAILABLE --HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Mynd frá rússneska hernum.EPA-EFE / RUSSIAN DEFENCE MINISTRY PRESS SERVICE HANDOUT

Samningaviðræður sendinefnda Bandaríkjanna og Úkraínu um möguleikann á vopnahléi að hluta í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu eru hafnar í Sádi-Arabíu.

Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, greinir frá þessu á Facebook. Þar segir hann að meðal umræðuefna á fundinum verði tillögur til að verja innviði Úkraínu, meðal annars orkuinnviði.

Eftir símafund Donalds Trump forseta Bandaríkjanna og Vladimírs Pútín forseta Úkraínu í vikunni féllst sá síðarnefndi á að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Næstu nótt héldu Rússar áfram árásum á Úkraínu, meðal annars á sjúkrahús og olíustöð.