Frans páfi verður útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun þar sem hann hefur verið um nokkurra vikna skeið vegna lungnabólgu. Til stendur að hann snúi aftur í Vatíkanið á morgun, komi fram fyrir mannfjöldann og veiti þeim blessun en læknar hans segja hann þurfa minnst tvo mánuði til viðbótar til að jafna sig á veikindunum.