Lá fastur undir snjóflóði í 7 klukkustundir

Karlmaður sem náði að halda í sér lífi í sjö klukkustundir grafinn undir snjóflóði í Noregi þakkar björgunarsveitum fyrir að gefast ekki upp á leitinni. Hundurinn Whiskey þefaði manninn uppi.

Ólöf Ragnarsdóttir

Ótrúleg þrautseigja hélt lífi í ferðamanni frá Slóvakíu sem lá fastur undir snjóflóði í Noregi í rúmar sjö klukkustundir. Hann þakkar hundinum Whiskey og björgunarsveitum fyrir að hafa ekki gefist upp á leitinni.

Patrik Jagunic var í skíðaferð í Norður-Noregi í góðra vina hópi. Þrjú fóru í fjallgöngu á þriðjudagsmorgun sem reyndist örlagarík. Þau lentu í snjóflóði og í allt var Jagunic undir snjó í rúmar sjö klukkustundir áður en honum var bjargað.

Ein úr hópnum er ófundin og er talin af, sú þriðja rann út í sjó og lifði af. Jagunic segir að hugsanir um dætur sínar og eiginkonu hafi haldið í sér lífinu.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV