22. mars 2025 kl. 15:53
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Abbas hvetur Hamas til að láta af völdum á Gaza

epa06980867 Palestinian President Mahmoud Abbas meets Chairman of the Presidency of Bosnia and Herzegovina, Bakir Izetbegovic (Not Pictured) at the West Bank City of Ramallah, 29 August 2018. Bakir Izetbegovic is on an official visit to the West Bank.
Mahmoud AbbasEPA / EPA-EFE

Mahmud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu og leiðtogi Fatah-samtakanna, hvatti Hamas-samtökin í dag að láta af völdum á Gaza-ströndinni til að tryggja tilvist Palestínumanna á svæðinu til framtíðar. Hamas og Fatah-samtökin hafa um árabil eldað grátt silfur saman, en Gaza klofnaði frá öðrum svæðum Palestínumanna eftir löggjafarkosningar árið 2006 þar sem Hamas varð hlutskarpast.

Ísraelsher hóf árásir á svæðið að nýju í síðustu viku eftir vopnahlé. Í gær hótaði Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels því að Gaza yrði innlimað nema Hamas sleppi þeim 58 gíslum sem enn eru í haldi á Gaza.